Lambalæri með ferskum kryddjurtum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3577

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Ef maður á ekki ferskar kryddjurtir er hægt að nota þurrkaðar.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lambalæri með ferskum kryddjurtum.

1 lambalæri
1 bolli ferskar saxaðar jurtir
( t.d steinselja, timian, rósmarin, og estragon)
Salt og pipar
1 krukka villisveppasósa
6 hvítlauksgeirar klofnir langsum í tvennt
Ólífuolía

Aðferð fyrir Lambalæri með ferskum kryddjurtum:

Skerið raufar í lærið, stingið hvítlauksgeirunum í og kryddið með salti og pipar. Bleytið fersku kryddjurtirnar með olíunni og smyrjið á lærið. Setjið lærið í eldfast mót í 160 gráðu heitan ofn og eldið í eina klukkustund og 20 mínútur. Hitið villisveppasósuna upp samkvæmt leiðbeiningum á krukkunni og berið lærið fram með bökuðum rösti kartöflum og salati.

þessari uppskrift að Lambalæri með ferskum kryddjurtum er bætt við af Elinborgu þann 13.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lambalæri með ferskum kryddjurtum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Lambalæri með ferskum kryddjurtum