Lamb í karrý


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 16332

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lamb í karrý.

1 kíló bógur, úrbeinaður og skorinn í bita eða 1 kíló lambagúllas
2 matskeiðar olía
2 stórir laukar í sneiðum
2 matskeiðar karrý
1 matskeiðar turmeric
1 teskeið engifer
1 1/2 desilítri kjötsoð
1 matskeið tómatkraftur
Salt og pipar
3 matskeiðar mangó chutney
25 grömm rúsínur (2 matskeiðar)
100 grömm rjómaostur, hreinn
50 grömm klofnar möndlur
1/2 sítróna í sneiðum

Aðferð fyrir Lamb í karrý:

Látið laukinn krauma í olíunni smástund. Bætið kjötinu í og brúnið það. Setjið karrí, turmeric og engifer við. Sjóðið í 3 mínútur, látið soð út í og saltið og piprið. Bætið við tómatkrafti og látið suðuna koma upp. Hrærið
stöðugt í. Setjið loks mangó chutney og rúsínur út í og látið krauma í lokuðu íláti í u.þ.b. 45 mínútur. Blandið rjómaosti og hnetum saman við og látið krauma í 10 mínútur til viðbótar. Skreytið með sítrónusneiðum. Berið fram með hrísgrjónum, kókosmjöli, mangó chutney, tómötum, banönum, gúrku og appelsínubitum, eða laufum.


þessari uppskrift að Lamb í karrý er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lamb í karrý
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Lamb í karrý