Kúrbítar með hakki


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 5 - Fitusnautt: Já - Slög: 2983

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kúrbítar með hakki.

5 kúrbítar
500 grömm hakk (250 grömm nautahakk og 250 grömm lambahakk)
1 bolli hrísgrjón eða couscous, quinoa, amaranth, ósoðin
2 laukar hakkaðir
5-8 blöð fersk mynta, hökkuð
Salt
Pipar
Ólífuolía

Aðferð fyrir Kúrbítar með hakki:

Ofninn settur á 180 gráður. Kúrbítarnir skornir á lengdina og bátar búnir til með því að skafa kjötið úr. Ekki fara alla leið að hýði. Setjið kúrbítana í eldfast mót. Sjóðið grjónin og kælið aðeins. Hakkinu, kúrbítakjöti, lauk og grjónum blandað vel saman ásamt kryddinu. Best er að hnoða þetta saman í höndunum. Bátarnir eru fylltir og smá ólífuolíu helt yfir. Bakað í 40 mínútur. Borið fram með tzatziki sem er búið til úr smátt saxaðri agúrku, ab mjólk, hvítlauk, myntu, salti, pipar, grænu salati, grillaðri papriku, kartöflusalati og salsa.

þessari uppskrift að Kúrbítar með hakki er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 25.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kúrbítar með hakki
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Kúrbítar með hakki