KryddlögurÁrstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4987 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kryddlögur. 1 desilíter olía ¼ desilíter Balsamico edikk ½ desilíter tómatsósa 1 matskeið síróp eða hunang 2 teskeiðar salt 2 teskeiðar pipar Aðferð fyrir Kryddlögur: Hrærið hráefnin vel saman. Kryddlögurinn er góður til að láta kjötið ligga í, en einnig til að smyrja á kjötið þegar það er á grillinu. Ef maður smyr því á kjötið þegar maður er að grilla á maður að nota lítið magn þar sem lögurinn lekur niður á kolin og fær eldinn til að blossa upp. Kryddlöginn er hægt að blanda á óteljandi máta allt eftir smekk Grillráð: Notaðu aldrei það sama fat fyrir hráa kjötið og grillaða kjötið. Það er best að vera með eitt fat fyrir hrátt kjöt og annað fyrir grillað. Það er líka hægt að setja plastfilmu á fatið áður en hráa kjötið er sett á og svo fjarlægja filmuna áður en grillaða kjötið er sett á fatið. þessari uppskrift að Kryddlögur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|