Kryddlegin lúða


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 5668

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kryddlegin lúða.

Um 500 gröm lúðuflök
Safi úr 1 1/2 sítrónu
1 rauð paprika í teningum
2 teskeiðar sítrónupipar
1/2 teskeiðar salt
1 teskeið blandaðar kryddjurtir
Fylltar grænar ólífur

Sítrónusósa:
1 desilíter sýrður rjómi 18%
2 teskeiðar sítrónusafi
1/8 teskeið salt
Örlítill pipar

Aðferð fyrir Kryddlegin lúða:

Hreinsið lúðuna og roðdragið. Skerið hana í ræmur (1x3 cm) og setið í skál með sítrónusafa, papriku, sítrónupipar og salti. Látið fiskinn bíða í um 8-10 tíma við stofuhita. Veltið honum í skálinni u.þ.b 1 sinni á klukkustund. Látið blönduðu kryddjurtirnar liggja með síðustu 2 tímana. Berið lúðuna fram eina sér, með skelfiski sem forrét eða á hlaðborð með sítrónusósu.

Sítrónusósa:
Blandið öllum hráefnunum sama og látið bíða um stund.

þessari uppskrift að Kryddlegin lúða er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 23.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kryddlegin lúða
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Kryddlegin lúða