Kótelettur í fatiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 4368 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kótelettur í fati. 2 bollar hrísgrjón 3 bollar vatn Kótelettur 1 dós tómatar 2 bollar vatn Kryddjurtir eftir smekk t.d oregano, pipar og timjan 1 súputeningur Laukur Smá olía til steikingar (má sleppa) Aðferð fyrir Kótelettur í fati: Brúnið kjötið. Hellið ósoðnum hrísgrjónum og vatni í eldfast mót. Leggjið kjötið ofaná. Saxið laukinn og brúnið hann, bætið tómötum og kryddi á pönnuna. Látið blönduna malla smá. Hellið þessu yfir kjötið og hrísgrjónin. Steikið í ofni í 20-40 mínútur við 190 gráður. Berið fram með góðu brauði og salati. þessari uppskrift að Kótelettur í fati er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.02.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|