Kökukarl


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4670

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kökukarl.

50 gröm ger
2 desilítrar mjólk
2 egg
100 gröm smjör eða smjörlíki
100 gröm sykur
100 gröm hveiti
100 gröm smjör eða smjörlíki
100 gröm púðursykur
Glassúr:
Flórsykur
Vatn
Matarlitur
Allskonar sælgæti




Aðferð fyrir Kökukarl:

Þetta er uppskrift að hátíðarlegum kökukarli eða kerlingu, tilvalin í barnaafmælið.

Hitið mjólkina og hrærið gernum í. Þeytið egg og mjúkt smjör saman við. Bætið sykri og hveiti í og hnoðið vel. Látið deigið lyfta sér í 20 mínútur. Skiptið deginu í þrennt, tvo stóra hluta og einn aðeins minni. Rúllaðu stóru hlutunum út í cirka 20x40 cm og litla hlutanum út í c.a 20.25 cm. Hrærðu blöndu af smjöri og púðursykri og smurðu á degið. Rúllið deiginu upp, eins og rúllutertu.
Notaðu minsta hlutan fyrir höfuð og stóru hlutana fyrir búk, hendur og lappir. Láttu lyfta sér aftur í 20 mínútur. Penslið með eggi og bakið í cirka 20 mínútur við 200 gráður. Látið kólna. Hrærið flórsykur og vatn saman í glassúr og litið hann í flottum litum. Skreytið kökukarlinn með glassúr og sælgæti.


þessari uppskrift að Kökukarl er bætt við af Sylvíu Rós þann 11.07.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kökukarl
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Kökukarl