Kókosbollu-eftirréttur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 10089

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kókosbollu-eftirréttur.

4-5 eggjahvítur
180 grömm sykur
2 bollar rice krispies

Fylling:
¾ lítri rjómi, þeyttur
6 kókosbollur
6 kíví
½ kíló jarðaber

Skraut:
Ávextir
Súkkulaði



Aðferð fyrir Kókosbollu-eftirréttur:

Þeytið saman egg og sykur þar til allur sykurinn er uppleystur og kremið orðið þykkt. Bætið þá rice krispies út í og bakið við 130 gráður í 90 mínútur. Skerið niður kíví og jarðaber í hæfilega stóra bita. Stífþeytið rjómann og setjið á annan botninn, merjið kókosbollur og tyllið ofan á rjómann ásamt ávöxtunum. Setjið hinn botninn yfir. Ofan á tertuna er sett brætt súkkulaði, rauð, blá og græn vínber, kíví jarðaber eða annað skraut sem hentar.

þessari uppskrift að Kókosbollu-eftirréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kókosbollu-eftirréttur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Kókosbollu-eftirréttur