Klúbb samlokaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 8902 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Klúbb samloka. 2 tómatar 4 ananassneiðar 1 matskeið smjörlíki eða smjör Salt Pipar 4 ostasneiðar 300 gröm kjúklingabringa 12 brauðsneiðar (samlokubrauð) Smjörlíki til steikingar 4 salatblöð 8 sneiðar beikon Aðferð fyrir Klúbb samloka: Setjið smjör á pönnuna og steikið kjúklinginn. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið af pönnunni og skerið í bita. Steikið beikonið. Skolið tómatana og skerið í sneiðar. Ristið brauðið. Smyrjið brauðsneiðarnar með smávegis smjöri. Takið 4 brauðsneiðar og setjið salatblað, tómat, ost og bacon á hverja sneið. Setjið brauðsneið ofaná, setjið á það salat, kjúkling og ananas setjið svo aðra brauðsneið ofaná. Skerið brauðið í þrihyrninga og berið fram með salati. þessari uppskrift að Klúbb samloka er bætt við af Sylvíu Rós þann 15.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|