KleinuhringirÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7787 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kleinuhringir. 4 egg 250 grömm sykur 1 ½ desilítri rjómi 75 grömm smjörlíki brætt 1 teskeið kardimommur 1 teskeið hjartasalt Um 500 grömm hveiti Um 1 ½ kíló jurtafeiti til steikingar Aðferð fyrir Kleinuhringir: Hrærið egg og sykur vel saman. Bætið rjóma, bræddu smjörlíki, hveiti, kardimommum og hjartarsalti við og vinnið degið hratt saman. Setjið filmu yfir skálina og geymið í kæli í klukkutíma. Fletjið svo degið út, cirka 1 cm að þykkt. Mótið kleinuhringi með glasi og gerið gat í miðjuna á hverjum hring. Hafið hveiti við hendina þegar deigið er flatt út. Bræðið jurtafeiti í potti og hafið hitastigið um 180 gráður þegar byrjað er að steikja hringina. Steikið hvern hring í um 5 mínútur þar til þeir eru ljósbrúnir og steiktir í geng. þessari uppskrift að Kleinuhringir er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|