Kjúklingur með púrrlaukÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5407 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með púrrlauk. 4 kjúklingabringur 1 stór púrrlaukur 2 desilítrar rjómi 150 grömm beikon 1 desilítri hvítvín Salt og pipar Rifinn ostur Aðferð fyrir Kjúklingur með púrrlauk: Hreinsið púrrlaukinn og skerið hann í þunnar sneiðar. Steikið beikonið á þurri pönnu. Setjið púrrlaukinn á pönnuna og steikið hann með, í nokkrar mínútur. Hellið víni og rjóma á pönnuna. Látið þetta malla aðeins og smakkið til með salti og pipar. Hellið blöndunni í eldfast mót. Brúnið kjúklinginn aðeins á báðum hliðum. Setjið hann ofan á sósuna í mótinu. Stráið rifnum osti yfir og steikið í ofni, við 200 gráður, í cirka 20-25 mínútur. Berið fram með hrísgjónum, brauði og salati. þessari uppskrift að Kjúklingur með púrrlauk er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|