Kjúklingur með kornfleksiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 9484 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með kornfleksi. 4-5 kjúklingabringur Cirka 80 grömm kornfleks 1 dós sýrður rjómi Salt og pipar 20 grömm smjör Aðferð fyrir Kjúklingur með kornfleksi: Hitið ofninn í 190 gráður. Hrærið út sýrða rjóman í skál. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið kornfleksi í aðra skál. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Veltið þeim fyrst upp úr sýrða rjómanum og síðan upp úr kornfleksinu. Raðið bitunum í eldfast mót sem hefur verið smurt að innan með smjöri. Setjið í heitan ofninn í cirka 60 mínútur. þessari uppskrift að Kjúklingur með kornfleksi er bætt við af Sylvíu Rós þann 02.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|