Kjúklingur með kartöflumÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4313 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með kartöflum. 3 kjúklingabringur 2 matskeiðar hveiti 2 matskeiðar olífuolía 50 grömm smjör 2 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir 1 lúka fersk steinselja eða basílika, söxuð 3 tómatar Brokkólí 600 grömm nýjar kartöflur Olífuolía 1 sítróna Salt og pipar Aðferð fyrir Kjúklingur með kartöflum: Hitið ofninn að 220 gráðum. Skrúbbið kartöflurnar og sjóðið þær, þar til þær eru næstum því mörar. Sláið kartöflurnar með flötum lófa þannig að þær molni, en kremjist ekki. Hellið þeim í eldfast mót og bætið smá olíu í. Hellið sítrónusafa yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í cirka 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru stökkar. Hitið olíu á pönnu. Stráið salti og pipar á kjúklingabringurnar. Veltið þeim svo upp úr hveiti og steikið þær í gegn. Haldið kjúklingnum heitum og sjóðið brokkólíið. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hvítlaukinn þar til hann er ljósbrúnn. Skerið tómatana gróft og skellið þeim á pönnuna og steikið þá í 2 mínútur. Setjið eina lúku af kryddjurtum á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. Berið kjúklinginn fram með tómötunum og brokkolí. þessari uppskrift að Kjúklingur með kartöflum er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.04.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|