Kjúklingur með fetaostiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4703 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með fetaosti. Kjúklingabringur Olífuolía til steikingar 3-5 hvítlauksgeirar Oregano eftir smekk (cirka 1 tsk.) Góður slatti sítrónusafi 1 sítróna þunnt sneidd (verða að vera þunnar sneiðar) 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 dós fetaostur (ath. hella vökvanum af) Svartar steinlausar ólífur Svartur nýmlaður pipar Maldon salt Aðferð fyrir Kjúklingur með fetaosti: Brúnið bringurnar vel í olíunni. Kryddið með salti, pipar og oregano. Bætið pressuðum hvítlauk á pönnuna og látið krauma í cirka 3 mínútur. Bætið þá sítrónusafa, sítrónusneiðum, og tómötum útí. Skellið loki á pönnuna og látið allt krauma í 15-20 mínútur. Að lokum er svo fetaosti og ólífunum bætt út í, látið krauma í stutta stund, cirka 3-4 mínútur. Það er best að bera réttinn fram á pönnunni þannig helst hann best heitur. Með þessu eru borin fram hrísgrjón og heit smábrauð. þessari uppskrift að Kjúklingur með fetaosti er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 34 áskrifendur.
|