Kjúklingur með chutneyÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4463 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með chutney. Kjúklingaréttur: 4 kjúklingabringur Salt og pipar 2 matskeiðar kókosmjöl 4 sneiðar ananas 1/2 banani í sneiðum Chutney: 1 epli, skorið í teninga 2 matskeiðar rúsínur 1 teskeið chili 1 matskeið púðursykur 1 teskeið edikk 1 matskeið sojasósa Sósa: 1 matskeið karrý 2 matskeiðar ananas, saxaður 2 desilítrar hænsnakraftur 1 desilítri rjómi Etv. maizena Meðlæti: Hrísgrjón Aðferð fyrir Kjúklingur með chutney: Chutney: Setjið púðursykur, edikk og sojasósu í pott og sjóðið það upp. Skellið eplum, rúsínum og chili í og látið það sjóða með í 1 mínútu. Smakkið til með salti og pipar og látið það kólna. Sósa: Ristið karrý og ananas í potti. Hellið kraftinum í. Látið sósuna malla í 5 mínútur. Hellið rjómanum í og látið sósuna malla áfram í 5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Jafnið etv. með maizena. Kjúklingaréttur: Ristið kókos á þurri pönnu, hrærið í. Hellið kókosinum á disk. Steikið kjúklinginn í cirka 8-10 mínútur á hvorri hlið og leggjið hann til hliðar. Steikið ananasinn og svo bananan í smá olíu. Leggjið kjúklinginn á fat. Setjið eina ananassneið ofaná hverja kjúklingabringu. Skreytið með kókos og bananasneiðum. Berið fram með sósu, chutney og hrísgrjónum. þessari uppskrift að Kjúklingur með chutney er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.04.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|