Kjúklingur í sósuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4116 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur í sósu. 1 kjúklingur cirka 1400 grömm Salt og pipar 2 matskeiðar olía 1 laukur 1 rauður chili 4-6 hvítlauksgeirar 2 1/2 desilítri hvítvín 2 desilítrar kjúklingasoð Safinn úr hálfri sítrónu 2 lárviðarlauf 1 teskeið oregano 1 teskeið ferskt tímjan Aðferð fyrir Kjúklingur í sósu: Skerið kjúklinginn í bita og brúnið þá í olíunni, á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Leggjið kjúklinginn til hliðar. Saxið laukinn og svitsið hann á pönnunni. Saxið chili og hvítlauk og steikið aðeins. Bætið hinum hráefnunum við. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna. Setjið lok á pönnuna og látið þetta malla í cirka 45 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Berið fram með soðnum kartöflum. þessari uppskrift að Kjúklingur í sósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 25.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|