Kjúklingur í kryddlegiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3196 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur í kryddlegi. 1 stór kjúklingur 1 matskeiðar smjör 1-2 teskeiðar karrý 1 desilítri kjötsoð Paprikuduft Kryddlögur: 1 laukur, saxaður 1-2 hvítlauksrif 2 dósir hrein jógúrt 1 teskeið salt 1/2 teskeið turmerik Smá cayennepipar 1/2 teskeið engifer Aðferð fyrir Kjúklingur í kryddlegi: Skerið kjúklinginn í bita. Hrærið kryddleginum saman og hellið yfir kjúklinginn. Látið þetta standa í 3-4 klukkustundir, í ískápnum. Látið kryddleginn renna af kjötinu og steikið það í smjör og karrýi, í potti. Hellið soðinu yfir og látið þetta malla við vægan hita, í 15 mínútur. Bætið kryddleginu við og sjóðið þar til kjötið er meyrt. Kryddið með paprikudufti. þessari uppskrift að Kjúklingur í kryddlegi er bætt við af Sylvíu Rós þann 25.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|