Kjúklingasalat með snakkiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 7901 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingasalat með snakki. 2-3 kjúklingabringur 2 desilítrar BBQ sósa 1 desilítri mapels sýróp ½ desilítri sojasósa 3-4 rif hvítlaukur Salat Cherrytómatar Gúrka Rauðlaukur Paprika Furuhnetur Doritos snakk Aðferð fyrir Kjúklingasalat með snakki: Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu, í lítilli olíu. Kryddið lítillega eftir smekk. Setjið kjúklinginn til hliðar. Hitið og hrærið saman BBQ sósu, mapels sýrópi, sojasósu og mörðum hvítlauk. Setjið kjúklinginn á pönnuna þegar sósan er orðin heit. Látið þetta malla við vægan hita. Skerið grænmetið niður og setjið það í skál. Hellið kjúklingnum og sósunin yfir salatið og hrærið öllu saman. Ekki skola pönnuna, ristið furuhneturnar í afgangnum af sósunni og stráið þeim yfir. Stráið snakkinu yfir að lokum. þessari uppskrift að Kjúklingasalat með snakki er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|