Kjúklingahakk með kartöflumús


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4100

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingahakk með kartöflumús.

500 grömm kjúklingahakk
2 gulrætur, rifnar
2 púrrlaukar, gróft saxaðir
150 grömm sellerí rifið
1 dós hakkaðir tómatar
2 matskeiðar tómatpúrra
2 hvítlauksrif, marin
2 matskeiðar olía
Salt og pipar
Timían, ferskt eða þurrkað

Kartöflumús:
1 kíló skrældar kartöflur, í bitum
50 grömm smjör
1 desilítri heit mjólk
2 egg
100 grömm rifinn ostur
Salt og pipar


Aðferð fyrir Kjúklingahakk með kartöflumús:

Hitið olíuna í potti og steikið kjúklingahakkið í nokkrar mínútur. Setjið grænmetið í pottinn og bætið 1 dós af hökkuðum tómötum í. Hellið tómatpúrru og hvítlauk í líka. Setjið lok á pottinn og látið þetta malla í 10 mínútur. Smakkið til með salti, pipar og timían. Hellið þessu í eldfast mót.
Hitið ofninn að 200 gráðum.
Sjóðið kartöflurnar í gegn. Stappið þær og hellið smjöri og mjólk í. Hrærið þessu vel saman og bætið eggjum og osti í. Smakkið til með salti og pipar. Hellið kartöflumúsinni yfir kjúklingablönduna. Bakið í 25 mínútur, eða þar til kartöflumúsin er gullinbrún. Berið fram með fersku grænmeti.


þessari uppskrift að Kjúklingahakk með kartöflumús er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.04.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingahakk með kartöflumús
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingahakk með kartöflumús