KjötsósaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5878 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjötsósa. 2 dósir hakkaðir tómatar 2 hvítlauksgeirar 2 laukar 1 nautateningur 1 dós sveppir 600 gröm nautahakk Smá rjómi Paprikkuduft Pipar Salt Oregano Basílikum (kryddmix) Aðferð fyrir Kjötsósa: Skerið laukinn og brúnið í potti ásamt sveppum og kjöti. Hrærið teninginn útí 1 decilíter af volgu vatni. Hellið því svo í pottinn. Bætið hökkuðum tómötum útí. Pressið hvítlaukinn útí og kryddið. Hellið að lokum rjóma í pottinn cirka 1/8 líter. Látið suðuna koma upp og látið þetta malla í nokkrar mínútur. Berið fram með pasta eða hrísgrjónum og salati. (Hægt er að nota þessa uppskrift sem sósu útá kótellettur í móti og Lasagna ef maður sleppir sveppunum.) þessari uppskrift að Kjötsósa er bætt við af Sylvíu Rós þann 16.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|