Kjöt með kartöflulokiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2453 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjöt með kartöfluloki. 600 grömm skrældar kartöflur 500 grömm nautahakk Smjör eða olía til steikingar 1 teskeið tímían 2 grænar paprikur, í sneiðum 1 dós hakkaðir tómatar með hvítlauk ½ lítri Mornay sósa 150 grömm rifinn ostur Salt og pipar Aðferð fyrir Kjöt með kartöfluloki: Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og sjóðið í léttsöltu vatni, í cirka 10 mínútur. Hellið þeim í sigti. Brúnið kjötið í olíu/smjöri. Kryddið með salti og tímíani. Bætið papriku og tómötum í og látið þetta malla í 5-10 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Hellið kjötinu í eldfast mót og leggjið kartöflurnar ofaná, eins og lok. Hellið Morney sósunni yfir og stráið osti efst. Steikið í ofni, í cirka 20 mínútur, við 200 gráður. Berið fram með góðu brauði. þessari uppskrift að Kjöt með kartöfluloki er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|