Kastalalengja


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3304

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kastalalengja.

1 samlokubrauðsneið (skorin eins og brauðtertubrauð, langsöm eftir brauðinu)
Eða 3-4 brauðsneiðar
Smjör
1 heildós perur
1 kastalaostur (125 grömm)
50 grömm möndlur
Vínber




Aðferð fyrir Kastalalengja:

Smyrjið brauðið með smjöri og leggjið í eldfast fat. Látið mestan safan drjúpa af perunum og raðið þeim ofan á brauðið, þannig að mjóu endarnir snúi saman. Hellið smá perusafa yfir. Skerið kastalaostinn í sneiðar og raðið þeim ofan á perurnar. Stráið möndlunum yfir.
Bakið við 200 gráður, í 15-20 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað og möndlurnar brúnast örlítið.

þessari uppskrift að Kastalalengja er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kastalalengja
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Kastalalengja