Karfi í ofni


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 9707

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Karfi í ofni.

2 góð karfaflök eða annar fiskur
1,5–2 bollar hrísgrjón

Sósa:
Majónes
Sýrður rjómi
Franskt sinnep
Dill
Sítrónupipar
Steiktur laukur

Aðferð fyrir Karfi í ofni:

Sjóðið hrísgrjónin og setjið í eldfast mót. Flökin eru roðflett og skorin í hæfilega bita. Bitunum er velt upp úr hveiti og sítrónupipar og steiktir á pönnu. Bitarnir settir ofan á hrísgrjónin.

Majones og sýrður rjómi tilhelminga hrært saman. Bragðbætið með sætu frönsku sinnepi, dilli og sítrónupipar. Sósan fer yfir fiskinn og mikið af steiktum lauk stráð yfir. Þetta er síðan látið í ofn við 180 gráður í cirka 10 mínútur.



þessari uppskrift að Karfi í ofni er bætt við af Sylvíu Rós þann 25.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Karfi í ofni
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Karfi í ofni