Karamelluterta


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4576

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Karamelluterta.

Botnar:
200 grömm sykur
3 egg
100 grömm pekanhnetur saxaðar
100 grömm döðlur saxaðar
100 grömm Síríus suðusúkkulaði saxað
50 grömm kellogg´s kornfleks
1/2 lítri rjómi

Krem:
200 grömm ljósar Nóa töggur
1 desilítri rjómi

Aðferð fyrir Karamelluterta:

Egg og sykur eru þeytt vel saman. Söxuðum pekanhnetunum, döðlunum,súkkulaðinu ásamt kornflögunum og lyftiduftinu er bætt varlega út í. Sett í tvö hringform og bakað við 200 gráður í 20 mínútur.
Þeytið rjómann og setjið helminginn á milli botnana, smyrjið hinum helmingnum utan á og ofan á tertuna.

Kremið:
Bræðið töggurnar í rjómanum við vægan hita. kælið og hellið yfir kökuna.

þessari uppskrift að Karamelluterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 26.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Karamelluterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Karamelluterta