Kalkúnn með hnetumÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 2666 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kalkúnn með hnetum. 300 grömm kalkúnn, skorinn í ræmur 2 matskeiðar olía 2 gulrætur 1 púrrlaukur 1 gul paprika 1 matskeið rifinn engifer, ferskur 1 saxaður hvítlauksgeiri 4 matskeiðar soyasósa 1 desilítri kjúklingasoð eða kraftur Safinn úr einu lime eða 1 matskeið sítrónusafi 2 matskeiðar hnetusmjör Etv. 1 teskeið sykur Salthnetur til skrauts Aðferð fyrir Kalkúnn með hnetum: Skerið allt grænmetið í þunnar stangir. Hitið wokpönnu eða pott og hellið 1 matskeið af olíu í. Steikið kjötið þar til það er gullinbrúnt. Takið það úr pottinum. Bætið 1 matskeið af olíu í pottinn. Snöggsteikið grænmetið í 2-3 mínútur. Bætið öllum hinum hráefnunum, nema kjötinu, við. Látið suðuna koma upp. Bætið nú kjötinu í. Látið þetta malla í 4-5 mínútur. Stráið salthnetum yfir til skrauts. þessari uppskrift að Kalkúnn með hnetum er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|