Jólakonfekt med döðlum


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3837

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Jólakonfekt med döðlum.

300 gram síríus suðusúkkulaði
2 desilítrar kókosmjöl
1 desilítri saxaðar döðlur
1 desilítri saxaðar gráfíkjur
1 desilítri saxaðar rúsínur

Það má skipta einhverju af þessu út fyrir möndlur eða hnetur, eftir smekk.

Aðferð fyrir Jólakonfekt med döðlum:

Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Allt hráefnið hrært saman við. Sett með teskeið á pappírsklædda bökunarplötu og látið storkna.
Hversu mikið er haft í hverri teskeið fer bara eftir því hvað bitarnir eiga að vera stórir.
Gott er að halda hrærunni heitri yfir vatnspottinum á meðan hræran er sett á plötuna, annars á hún til að storkna áður en allt er komið á plötuna.
Gæta þarf þess að gufa komist ekki í súkkulaðið á meðan það er brætt, þá hvítnar það.

þessari uppskrift að Jólakonfekt med döðlum er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 10.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Jólakonfekt med döðlum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Jólakonfekt med döðlum