Jóla önd


Árstíð: Jól - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 22481

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Jóla önd.

1 önd (2,5-3 kíló)
1/2 teskeið sykur
1/4 teskeið pipar
1 teskeið salt
100 gröm sveskjur
250 gröm epli

Aðferð fyrir Jóla önd:

Hreinsið öndina að utan og innan. Klippið vængina af, því þeir verða mjög þurrir í ofninum. Kryddið öndina að innan.

Skerið eplin í báta og setjið inn í öndina ásamt sveskjum. Það er einnig hægt að fylla öndina með hálfu kílói af kjötfarsi (nauta- eða svína), það gefur öðruvísi bragð.

Nuddið salti á öndina utanverða (cirka 1-2 teskeiðar). Leggjið öndina á bakið á smurða rist og setjið í kaldan ofninn, setjið ofnskúffu undir ristina.

Stillið ofninn á 160 gráður og hellið 1 líter af sjóðandi vatni í ofnskúffuna. Snúið öndinni við eftir cirka 45 mínútur. Allt í allt á að elda öndnina í 2 1/2 tíma (þumalputtareglan er að hún á að steikjast í cirka 1 tíma fyrir hvert kíló).

Þegar öndin er steikt, takið þá ofnskúffuna úr ofninum og hellið vökvanum í pott. Setjið ofnskúffuna í aftur og hækkið ofnin í 250 gráður, og brúnið öndina.

Berið fram með sykurbrúnuðum kartöflum og brúnni sósu.

Sósa fyrir jóla önd:
Brúnið vængi, háls og innmat í potti. Hellið vatni yfir. Saltið, bætið kjötkrafti og smávegis vökva frá öndinni í. Sjóðið í klukkutíma. Sigtið svo vökvan frá og blandið saman með afganginum af vökvanum frá öndinni. Hitið og hellið sósulit í, þá er sósan tilbúin.

þessari uppskrift að Jóla önd er bætt við af Sylvíu Rós þann 21.09.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Jóla önd
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Jóla önd