Innbakaður lax


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 8 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4615

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Innbakaður lax.

Ferskur lax
1 timiankvistur
1 lárviðarlauf
smávegis steinselja
Sítróna
Salt og pipar
Smávegis hvítvín
Stór rúlla smjördeig
Tveir púrrlaukar
1 gulrót
1 egg til penslunar

Dressing:
2 1/2 desilíter súrumjólk
Salt og pipar
Dill/steinselja og púrrlaukur
Jafnvel smávegis sítrónasafi


Aðferð fyrir Innbakaður lax:

Hreinsið fiskinn vel og vandlega og setjið í ofnpott. Stráið salti, pipar, steinselju, lárviðarlaufi og tímiani yfir. Setjið sítrónu á og hellið hvítvíni og/eða vatni yfir. Setjið ofn (160 gráður) og eldið í 20 mínútur. Látið fiskinn kólna örlítið og fjarlægið roð og bein. Rúllið smjördeginu út í cirka 40x50 cm. Ef það smjördegið er í bitum er hægt að festa þá saman með smá vatni. Setjið fiskinn mitt á smjördegið. Stráið salti, pipar og sítrónu á. Setjið niðurskornar gulrætur og niðurskorinn púrrlauk á og lokið smjördeginu utanum um herlegheitin. Penslið með eggi. Eldið við 200 gráður, þetta er tilbúið þegar smjördegið er ljósbrúnt (tekur cirka 20 mínútur).

Blandið dressingu: Setjið sítrónusafa, salt og pipar í súrumjólkina.

þessari uppskrift að Innbakaður lax er bætt við af Sylvíu Rós þann 18.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Innbakaður lax
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Lax  >  Innbakaður lax