Innbakaður kalkúnnÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3388 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Innbakaður kalkúnn. 1 kalkúnabringa 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 3 hvítlauksrif 1 pakki beikonbitar 1 poki rifinn ostur Smjördeig Smá olía 3 teskeiðar pipar 4 teskeiðar tímian 3 teskeiðar paprikuduft Aðferð fyrir Innbakaður kalkúnn: Hitið ofninn að 200 gráðum. Saxið papriku, rauðlauk og hvítlauk. Hellið grænmetinu í skál og bætið beikoninu í. Kryddið með tímian, pipar og papriku. Hellið smá olíu í. Skerið nokkrar djúpar rifur í kalkúnabringuna, með cirka 3 cm millibili. Leggjið kalkúninn á smjördegið (það á að geta náð utanum kalkúninn). Troðið beikonblöndunni í rifurnar á kalkúnabringunni og setjið afganginn ofaná kalkúninn. Stráið rifnum osti yfir. Pakkið þessu inn í smjördeigið. Steikið í ofni, í cirka 50 mínútur. Berið fram með pasta og grænum baunum. þessari uppskrift að Innbakaður kalkúnn er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.04.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|