Indverskur naanborgari![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5340 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Indverskur naanborgari. 500 grömm nautahakk 1 matskeið karrý Salt og pipar 1 kúrbítur Blandað salat 4 stór naanbrauð eða 8 lítil 4 matskeiðar mango chutney Sósa: 1 afhýdd gúrka Salt 200 grömm grísk jógúrt ¼ desilítri söxuð mynta Salt og pipar ![]() Aðferð fyrir Indverskur naanborgari: Kryddið kjötið með karrý og mótið 4 hamborgara úr því. Búið til sósu: Skerið gúrkuna í þunna strimla. Stráið salti yfir og látið það bíða í cirka 15 mínútur. Þerrið gúrkustafina og hrærið þeim saman við jógúrt, saxaða myntu, salt og pipar. Grillið eða steikið kjötið í cirka 3 mínútur, á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar. Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, langsum. Grill sneiðarnar á báðum hliðum. Hitið brauðið. Setjið kjöt, salat, kúrbít, mango chutney og sósu á brauðið og leggjið annað brauð yfir. Berið fram með kartöflubátum krydduðum með karrý. þessari uppskrift að Indverskur naanborgari er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|