Indverskur kjúklingur![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 14603 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Indverskur kjúklingur. 2 litlir kjúklingar 1 laukur 2 hvítlauksgeirar 75 grömm smjör 1/2 teskeið estragon 1/2 teskeið múskatheta 1/2 teskeið rósmarín 1/2 teskeið tímian 1/2 teskeið karrý 1/2 teskeið nellika 1/2 teskeið engifer 15 möndlur Salt Grænt salat Vorlaukur Púrrlaukur Græn paprikka Avókadó Baunaspírur Olía eða estragonedikk ![]() Aðferð fyrir Indverskur kjúklingur: Htitð ofninn á 225 gráður. Skerið kjúklingana í tvennt og leggið í smurða ofnskúffu. Skerið lauk og hvítlauk smátt og blandið þeim í smjörið ásamt kryddinu. Smyrjið kjúklinginn með kryddsmjörinu. Eldið kjúklinginn í ofninum í 50 mínútur, setjið evt. álpappír yfir. Skerið salatið í strimla, og vorlaukinn í þunnar skífur. Hakkið púrrlaukinn og paprikkuna og skerið avókadóið í bita. Blandið svo öllu saman í skál ásamt baunaspírunum og hellið dressingu yfir. Stráið hökkuðum möndlum yfir kjúklinginn og berið fram með salatinu. þessari uppskrift að Indverskur kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 12.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|