Hunangslegin önd


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5124

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hunangslegin önd.

Bringur úr 1 til 2 öndum (stokkönd)
1-2 teskeiðar nýmalaður pipar
1 yfirfull tekseið hunang
1/4 teskeið salt
Grófmalað salt (rétt fyrir steikingu)
1-2 matskeiðar rauðvín
1/4-1/2 teskeið timían
Smjör til steikingar


Aðferð fyrir Hunangslegin önd:

Bringurnar eru teknar af skipinu og settar í glæran plastpoka. Pipar, fínu salti og timíani stráð yfir. Hunangið sett ofan í pokann ásamt rauðvíninu, pokinn nánast lofttæmdur og bundið fyrir. Hrært í pokanum í smá stund þannig að hunangið leysist upp í rauðvíninu og kryddið fari um allar bringurnar. Látið marinerast í sólarhring í ísskáp.
Ágætt er að leyfa bringunum að standa við stofuhita 3-4 tíma fyrir eldun. Taka bringurnar úr pokanum klukkutíma fyrir eldun og strá smávegis af nýmöluðum pipar og grófmöluðu salti yfir þær, eftir smekk, ekki of mikið samt.
Bringurnar eru svo steiktar í 40-50 sekúndur á hvorri hlið við mikinn hita, nota smjör á pönnuna, annaðhvort íslenskt smjör eða smjörva. Athugið að hita pönnuna vel upp áður en þeim er skellt á.
Svo er bringunum skellt í eldfast mót, smurt með smávegis af smjöri og inn í ofn við 150 gráður í 10 mínútur. (þá verða þær medium rear, ekkert blóð samt).

Láta bringurnar jafna sig í 2 mínútur áður en þær eru snæddar.
Gott að nota vökvann sem verður eftir af mareningunni í sósu!


þessari uppskrift að Hunangslegin önd er bætt við af Garðar Hvítfeld þann 25.11.09.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Hunangslegin önd
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Villibráð  >  Hunangslegin önd