Humar uppskrift - Grillaður humarÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 10742 Hráefni: þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift af grilluðum humar: 250 grömm humar 250 grömm hörpuskel, má líka nota annan þéttan fisk Safi úr einni sítrónu 3-4 hvítlauksrif, marin 2 matskeiðar ólífuolía 1 handfylli fersk steinselja, söxuð (má sleppa) Rósmaringreinar Salt og grófmalaður pipar Aðferð: Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk, steinselju, saltið og piprið aðeins. Þræðið fiskinn upp á rósmaringreinarnar og penslið með blöndunni. Grillið í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með fersku salati, sósu og grilluðum sítrónubátum. Humar uppskrift - Grillaður humar er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|