Hrísgrjónaréttur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6452

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Framandi og spennandi hrísgrjónaréttur.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hrísgrjónaréttur.

1 kíló svínakjöt skorið í tenginga eða kjúklingur
4-6 gul epli
2 laukar
2-3 matskeiðar karry
Salt
1 dós ananas í teningum með safa
3 gular paprikkur
1 poki hrísgrjón
Olía

Aðferð fyrir Hrísgrjónaréttur:

Skrælið eplin og skerið í báta, fjarlægið kjarnan og leggjið klút yfir. Setjið eina matskeið olíu á wok pönnu eða í pott og blandið karrýinu saman við. Brúnið kjötið í 10-15 mínútur og saltið eftir smekk. Þegar kjötið er steikt í gegn setur maður epli og lauk útí, nú verður maður að hræra varlega svo að eplin verði ekki að mauk. Látið malla í 15-20 mínútur. Hrærið í örðu hvoru svo að þetta brenni ekki við. Sjóðið hrísgrjón og bætið útí. Skerið paprikkurnar á meðan rétturinn mallar og bætið útí. Látið réttinn malla áfram í 15-20 mínútur í viðbót og svo er hann tilbúinn.

þessari uppskrift að Hrísgrjónaréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 12.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Hrísgrjónaréttur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Indverskar uppskriftir  >  Hrísgrjónaréttur