Hrísgrjónaréttur með kjúklingÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 11322 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hrísgrjónaréttur með kjúkling. 7 desilítrar vatn 5 desilítrar kjúklingakjöt, eldað og saxað 2 1/2 desilítri rjómi 200 grömm rifinn ostur 1 teskeið sítrónupipar 2 pressuð hvítlauksrif 1 rauð paprika, söxuð Hrísgrjón (helst Uncle Ben's Chicken n Herbs) 1 saxaður laukur Aðferð fyrir Hrísgrjónaréttur með kjúkling: Sjóðið hrísgrjónin í vatni, við vægan hita, í 10-12 mínútur. Hellið vatninu úr pottinum. Steikið lauk, papriku og hvítlauk og blandið því saman við grjónin ásamt kryddi, osti og kjúkling. Setjið blönduna í eldfast mót og hellið rjóma yfir. Bakið við 180 gráður í 15 mínútur. þessari uppskrift að Hrísgrjónaréttur með kjúkling er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.04.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|