Heitur grænmetisrétturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 10 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4360 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Heitur grænmetisréttur. 200 grömm spergilkál 1 dós (400 gr) grænn spergill (aspas) 3-4 tómatar 1 dós (200 gr) ananasbitar 200 grömm sýrður rjómi 36% 2 desilítrar spergils- og ananassafi 1 1/2 teskeið laukduft 1 teskeið season-all 1 teskeið karrý 12 sneiðar samlokubrauð hvítt eða gróft eftir smag 100 grömm ostur 26% (það má nota magrari ost) Aðferð fyrir Heitur grænmetisréttur: Skiptið spergilkálinu niður í litlar greinar og sjóðið í léttsöltu vatni þar til það er hæfilega meyrt. Blandið saman sýrðum rjóma, kryddi og safa. Skerið skorpuna af brauðinu og skerið svo brauðið í teninga. Sneiðið tómata og brytjið spergil og ananas. Blandið brauði og grænmeti saman við blönduna af sýrða rjómanum. Smyrjið eldfast mót og hellið brauðblöndunni í mótið. Rífið ostinn og stráið honum yfir. Bakið í ofni við 210 gráður í 20-30 mínútur. Berið fram volgt. þessari uppskrift að Heitur grænmetisréttur er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|