Hægeldaður lax


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6032

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hægeldaður lax.

1 laxaflak, cirka 1 kíló
Nýmalaður pipar
Salt
Manjoran
Dill
Ólífuolía
300 ml matreiðslurjómi 15%

Aðferð fyrir Hægeldaður lax:

Hitið ofninn í 140 gráður. Setjið laxinn í eldfast mót, vel smurt með ólífuolíu. Leggjið laxaflakið í eldfasta mótið og kryddið. Hellið matreiðslurjómanum og smávegis af ólífuolíu utan með flakinu. Setjið í ofn og bakið í 35-40 mínútur. Ausið af og til blöndunni yfir laxinn á meðan hann bakast. Berið fram með fersku salati og hrísgrjónum.


þessari uppskrift að Hægeldaður lax er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Hægeldaður lax
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Lax  >  Hægeldaður lax