Gulrótarsúpa![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 11674 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gulrótarsúpa. 2 laukar 8 stórar gulrætur 2 matskeiðar ólífuolía 1/2 lítri vatn Smá rifinn engifer 1 teskeið karrý Creme fraiche Karsi eða steinselja ![]() Aðferð fyrir Gulrótarsúpa: Hakkið laukinn og steikið í olíu ásamt karrý (í potti). Rífið gulræturnar og skellið þeim í pottinn, ásamt vatni, látið þetta sjóða í smá stund. Blandið súpuna með stafblandara eða hellið henni í venjulegan blandar og hellið henni svo aftur í pottinn. Kryddið með rifnum engifer og smakkið til með salti og pipar. Bætið að lokum creme fraiche í þar til súpan nær réttri áferð. Skreytið með steinselju eða karsa og berið fram með súpubrauði. þessari uppskrift að Gulrótarsúpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.01.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|