Gulrótarsnúðar með eplum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2364

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gulrótarsnúðar með eplum.

2 desilítrar fljótandi smjörlíki
5 desilítrar mjólk
50 grömm ger
2 desilítrar sykur
2 desilítrar gulrætur, niður rifnar
1 teskeið kanill
1 kíló hveiti

Fylling:
6 epli, skorin í báta
2 desilítrar púðursykur
Smá vatn
Kanill

Egg til penslunar
Perlusykur til skrauts




Aðferð fyrir Gulrótarsnúðar með eplum:

Hitið mjólkina í potti, að 37 gráðum og hellið smjörlíkinu í. Hrærið þetta saman og hellið þessu í skál. Stráið gernum í og látið hann leysast upp. Setjið gulrætur, kanil og sykur í. Hærið hveitið saman við smátt og smátt. Hnoðið degið þar til það er mjúkt og sleppir skálinni. Látið það lyfta sér í cirka 30 mínútur. Sjóðið eplabátana og púðursykurinn í örlitlu vatni. Hellið vatninu úr pottinum og látið drjúpa af eplunum.
Stráið smá hveiti á borðið og skiptið deiginu í tvennt. Rúllið hvern hluta út, í cirka 30x50 cm. Stráið kanil yfir og leggjið eplin á. Rúllið deiginu upp og skerið hvora rúllu í cirka 20 bita. Setjið bitana í muffinsform. Látið formin á plötu og látið snúðana lyfta sér í cirka 30 mínútur. Hitið ofninn í 225 gráður. Penslið snúðana með eggi og stráið perlusykri á. Bakið í um það bil 10 mínútur.

þessari uppskrift að Gulrótarsnúðar með eplum er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Gulrótarsnúðar með eplum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Gulrótarsnúðar með eplum