GúllassúpaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 10340 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gúllassúpa. 1 kíló nautabógur eða annað kjöt 2 matskeiðar smjör 1 matskeið olía 4 stórir laukar 5 1/2 matskeið milt paprikkuduft 2 lítrar súpa með grænmetisjurtum 1 dós tómatpúrra Salt og svartur pipar 1/2 sellerí 2 gulrætur 6 kartöflur 1 rauð paprikka Evt. 2 teskeiðar kúmen Steinselja Aðferð fyrir Gúllassúpa: Skerið nautakjötið í teninga og skerið laukinn. Steikið laukinn í smjöri og olíu þar til hann er gegnsær, stráið paprikkudufti, salti og pipar yfir og skellið kjötinu í. Hrærið í þar til kjötið er ekki lengur rautt. Hellið 1 líter af súpu í. Setjið lok á pottinn og látið sjóða við vægan hita þar til kjötið er næstum því soðið í gegn. Setjið sellerístrimla, gulrótarsneiðar, kartöfluteninga og paprikkuræmur í. Hellið afgangnum af súpunni í og tómatpúrrunni. Smakkið til með kryddi. Látið sjóða þar til grænmetið er mjög mjúkt og kjötið soðið í gegn. Berið fram í djúpum disk og stráið örlítilli steinselju yfir. Það tekur cirka 20 mínútur að skera kjöt og grænmeti og súpan á að sjóða í 1 1/2-2 tíma. þessari uppskrift að Gúllassúpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 20.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|