Grískar kjötbollur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4861

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grískar kjötbollur.

500 grömm nautahakk
1 laukur, fínsaxaður
3 kartöflur, rifnar
1 egg
3 matskeiðar sítrónusafi
2 brauðsneiðar grófar
1 teskeið kóríanderduft
1 matskeið þurrkuð mynta
2 matskeiðar fersk mynta, söxuð
2 matskeiðar steinselja, söxuð
2 matskeiðar ferskt kóríander saxað
1 teskeið kummin
Svartur nýmalaður pipar
Salt
1 desilítri brauðrasp
3-4 matskeiðar ólífuolía
Salat, kóríander og sítrónubátar til skrauts

Aðferð fyrir Grískar kjötbollur:

Setjið hakkið í stóra skál ásamt lauk, kartöflum, eggi og sítrónusafa. Fjarlægið skorpuna af brauðsneiðunum og rífið þær smátt. Bætið þeim í skálina ásamt kryddi og blandið vel saman. Búið til litlar bollur og veltið þeim upp úr raspi. Steikið í ólífuolíunni við meðalhita í 3 mínútur, eða eftir smekk. Setjið þær á fat og skreytið með salati, kóríander og sítrónubátum.


þessari uppskrift að Grískar kjötbollur er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Grískar kjötbollur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Grískar kjötbollur