GrillbrauðÁrstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 5838 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillbrauð. 5 desilítrar hveiti 5 desilítrar heilhveiti 1/2 teskeið salt 1/2 - 1 matskeið sykur 1 matskeið kúmen (má sleppa) 1 matskeið þurrger 1 1/2 desilíter fingurvolgt vatn Álpappír Aðferð fyrir Grillbrauð: Setjið hveiti, heilhveiti, salt, sykur, kúmen og þurrger í skál. Mælið fingurvolgt vatn (það má alls ekki vera heitara), hellið út í og hrærið saman. Hnoðið örlítið með höndunum. Fletjið út með kökukefli eða mótið lítil brauð með höndunum. Setið á álpappírsbút. Ef þetta er flatt út í stóran flöt þarf að skera í flötinn með hnífsegg (kleinujárni). Hitið grillið. Setjið grind í miðjuna á grillinu. Leggjið álpappírinn með brauðinu á grillið og bakið í 3-5 mínútur. Snúið álpappírnum með brauðinu við, þannig að álpappírinn er nú ofan á því. Grillið áfram í 3 mínútur. Fylgist vel með því þetta er fljótt að brenna. Þegar baka á brauð í útilegu, má seta öll þurrefnin í plastpoka og bæta fingurvolgu vatni saman við á staðnum. Borið fram heitt með smjöri. þessari uppskrift að Grillbrauð er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 04.09.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|