Grillaður silungurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7912 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillaður silungur. Silungsflök frá 1-2 punda fiskum Salt Sítrónupipar Tekinnostur Piparostur eða hvítlauksostur Aðferð fyrir Grillaður silungur: Silungsflök ekki mjög stór, 1-2 punda fiskar. Flökin tekin og lögð á álpappír, roðið niður. Salti og sítrónupipar stráð yfir. Síðan tekinnostur, (þessi kringlótti frá Osta og Smjörsölunni) annaðhvort piparostur eða hvítlauksostur. Hann rifinn yfir flökin, þannig að hann þeki vel cirka 400-500 grömm. Síðan eru flökin lögð saman og þeim pakkað þéttingsfast inn í álpappírinn og skellt á grillið, vel heitt í svona 5-10 mín á hvorri hlið (fer eftir þykkt og stærð flakanna). þessari uppskrift að Grillaður silungur er bætt við af Sylvíu Rós þann 31.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|