Grillað nautakjöt með risottoÁrstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5183 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillað nautakjöt með risotto. 1,5 lítri vatn 3 nautakjötsteningar 1 teskeið steinselja Smjör ½ laukur smátt saxaður 7 ½ desilítri risottogrjón 1 glas rauðvín 6-8 sneiðar beikon skorið smátt Salt og pipar 75 grömm gorgonzolaostur, rifinn 500 grömm nautalund Svartur pipar Aðferð fyrir Grillað nautakjöt með risotto: Hitið vatnið og leysið upp kraftinn. Hitið smjörið á pönnu og steikið laukinn og beikonið. Því næst eru grjónin sett út í. Hrærið hægt og rólega í pottinum næstu 20 mínútur. Kryddið með steinselju. Þegar 10 mínútur eru liðnar setjið þá rauðvínið út í. Setjið ostinn í lokin og kryddið eftir smekk. Grillið nautakjötið í 2 ½ mínútur á hvorri hlið og kryddið með svörtum pipar. þessari uppskrift að Grillað nautakjöt með risotto er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|