Gráfíkjuterta


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5240

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gráfíkjuterta.

150 grömm hveiti
1 teskeið matarsódi
100 grömm sykur
100 grömm smjörlíki
1 egg
150 grömm gráfíkjur
1-2 desilítrar vatn

Aðferð fyrir Gráfíkjuterta:

Hitið ofninn í 200 gráður. Saxið og sjóðið gráfíkjurnar í vatninu þar til þær eru komnar í mauk. Sigtið þurrefnin þ.e hveiti, matarsóda og lyftiduft í hrærivélaskálina. Blandið sykrinum saman við. Látið síðan lint smjörlíki, egg, gráfíkjumauk og vatn í skálina. Hrærið degið í eina mínútu á minnsta hraða og síðan í 3 mínútur á mesta hraða vélarinnar. Takið tímann nákvæmlega. Bakið degið í tveim vel smurðum tertumótum í 30-40 mínútur. Leggið botnana saman með gráfíkjumauki eða þeyttum rjóma. Skreytið að vild.

þessari uppskrift að Gráfíkjuterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 12.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Gráfíkjuterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Gráfíkjuterta