Grænmetislasagna


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5431

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grænmetislasagna.

2 laukar
1 kíló tómatar
500 grömm sveppir
500 grömm spínat
2 matskeiðar olía
2 hvítlauksgeirar
1 matskeið kerfill
1 matskeið basilikum
2 matskeiðar salt
½ teskeið pipar
3 desilítrar rjómi
6 desilítrar rifinn ostur
200 grömm lasagnaplötur
½ desilítri parmesanostur


Aðferð fyrir Grænmetislasagna:

Hakkið laukinn og skerið tómatana í teninga. Skerið sveppina í sneiðar og þrýstið vatn frá spínatinu (ef maður notar frosið spínat). Hitið olíuna í potti og léttsteikið laukinn. Bætið tómati, spínati og sveppum í og látið þetta malla í 10 mínútur. Pressið hvítlaukinn útí og kryddið með salti, pipar, kerfil og basilikum. Þeytið rjóma létt og bætið 5 desilítrum af osti í. Leggjið helminginn af lasagnaplötunum í eldfastmót, hellið helmingnum af grænmetissósunni yfir og helmingnum af rjómasósunni. Leggjið lasagnaplötur yfir þetta og endurtakið leikinn. Stráið osti og parmesanosti yfir af lokum. Bakið í ofni við 200 gráður í 40 mínútur eða þar til lasagneplöturnar eru orðnar mjúkar. Berið fram með góðu brauði.

þessari uppskrift að Grænmetislasagna er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Grænmetislasagna
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ítalskar uppskriftir  >  Grænmetislasagna