Gott kjúklingasalat


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8006

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gott kjúklingasalat.

3 kjúklingabringur
6 pítubrauð
½ iceberg
1 rauð paprikka
½ gúrka
2 desilítrar grænar baunir
1 bakki cherrytómatar
100 grömm hnetur eftir smekk
1 matskeið sesamfræ
150 grömm fetaostur
Olía
Salt og pipar
Paprikkuduft
Gróft salt


Aðferð fyrir Gott kjúklingasalat:

Kryddið kjúklinginn með paprikkudufti, salti og pipar og steikið.
Skerið pítubrauðin í litla bita og penslið þau með olíu. Stráið grófu salti yfir og bakið þau við 200 gráður í 10-15 mínútur.
Skerið salatið í strimla og setjið á 4 diska. Skerið paprikku í strimla, gúrku í teninga, tómata í 4 bita og setjið þetta á salati ásamt baununum. Ristið hneturnar og stráið þeim yfir. Skerið kjúklinginn í strimla og leggjið hann á salatið.
Stráið sesamfræum, fetaosti og pítuteningum yfir allt saman og berið fram.


þessari uppskrift að Gott kjúklingasalat er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 28 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Gott kjúklingasalat
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Salatuppskriftir  >  Gott kjúklingasalat