GæsapatéÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 9741 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gæsapaté. 120 grömm smjör 200 grömm hveiti 8 desilítrar mjólk ½ kíló gæsalifur ½ kíló svínalifur ½ kíló úrbeinuð gæsalæri ½ kíló svínaspekk 3 laukar 2 hvítlauksrif 2 matskeiðar salt 3 teskeiðar pipar 50-100 grömm bráðakryddblanda frá Santa Maria eða Pottagöldrum 4 egg Aðferð fyrir Gæsapaté: Sjóðið saman smjör, hveiti og mjók í jafning. Hakkið saman lifur, spekk og lauk og blandið út í jafninginn. Eggjunum er því næst bætt út í. Það er gott að láta þetta standa í svona 2-3 klukkutíma á svölum stað áður en þetta er sett í form. Bakið í vatnsbaði við 150 gráður í 30-45 mínútur. Berið fram með brauði, rifsberjahlaupi og góðu víni. þessari uppskrift að Gæsapaté er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|