GæsÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7279 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gæs. 750 grömm kastaníuhnetur 1/2 líter kjúklingakraftur 1 gæs cirka 5-6 kíló 500 gröm epli (helst dálítið súr) 100 gröm sveskjur 1/4 líter sjóðandi vatn Salt og pipar Aðferð fyrir Gæs: 1. Hitið ofnin á 175 gráður. Skerið kross í kastaníuhneturnar og ristið í ofninum, þar til þær klofna. Fjarlægið skurnina. Hellið hnetunum í kjúklingakraftinn og sjóðið í 10 mínútur. Látið drjúpa af þeim og geymið til hliðar. 2. Skolið gæsina og þerrið. Nuddið með salti og pipar. Skrælið eplin og skerið í báta, fjarlægið kjarnan og skerið þau í sneiðar. Skolið sveskjurnar og þerrið. Blandið sveskjum, eplum og kastaníuhnetum saman. Fyllið gæsina með blöndunni og lokið henni. 3. Leggjið gæsina í ofnskúffu með bakið upp. Hellið sjóðandi vatni í ofnskúffuna. Steikið gæsina í 4 tíma allt í allt. Snúið gæsinni við eftir cirka 1 tíma og pikkið í lærin svo fitan leki úr. 4. Látið gæsina steikja í 2 tíma í viðbót, hellið vökvanum yfir hana reglulega. Þegar hún er búin að steikja í 3 1/2 tíma, þá á að pensla hana með köldu vatni reglulega svo hamurinn verði stökkur. 5. Setjið gæsina á fat og látið hvíla í 20 mínútur, í ofninum (slökkvið á honum). Fjarlægið eins mikla fitu og hægt er úr steikingarvökvanum og hellið sjóðandi vatni í. Sigtið það svo. Hellið því í pott og bætið vatni í þar til þetta er cirka 1/2 líter. Jafnið með hveiti (sem er búið að hræra saman við smá vatn). Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með rifsberjahlaupi, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum. þessari uppskrift að Gæs er bætt við af Sylvíu Rós þann 21.09.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|