Frábært kjúklingasalatÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6871 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Frábært kjúklingasalat . 1 pakki kjúklingabringur Ferskt salat (klettasalat eða salatblanda) 3-4 tómatar 2-3 paprikur Grænar ólívur 1 gúrka 2 pakkar "instant-núðlur" 1 lítill pakki hnetur (t.d. kasjúhnetur eða graskersfræ eru mjög góð líka ) 1 krukka fetaostur (Það bragð sem ykkur finnst best, ég nota alltaf þetta rauða með ólívunum og kryddblöndunni) Krydd: gott er að setja eina klípu af salti yfir og strá pínu lítið cayenne pepper og paprikukryddi yfir kjúklinginn. Aðferð fyrir Frábært kjúklingasalat : Kjúklingurinn: Stillið helluna á miðjan hita og leyfið pönunni að hitna. Skerið kjúklinginn á meðan. Skerið bringurnar í litla strimla sem eiga að vera um 5 cm á lengd og 2-3 cm á breidd. Hellið vatni á pönnuna og látið kjúklinginn malla í 15-20 mínútur. Það á að vera mikið vatn á pönnunni, en þó ekki svo mikið að það drekkji kjúklingnum. Salatið: Á meðan kjúklingurinn eldast er gott að snúa sér að salatinu . Setja hálfan til einn poka af fersku salati í stóra skál. Skerið paprikuna í strimla, tómatan í báta og gúrkuna í teninga og setjið út í salatið. Setjið ólívur og fetaost út í og hellið smá olíu frá fetaostinum yfir. Þegar kjúklingurinn búin að malla svo í 15-20 mínútur þá er gott að hella vatninu úr ef það er ekki gufað upp nú þegar . Þá skaltu setja hitann á hæsta og steikja kjúklinginn þangað til hann verður gullbrúnn á litinn . Á meðan á því stendur er gott að hamra aðeins pokann með núðlunum (ath. þær eiga ekki að vera í mauk en í mjög litlum bitum) svo setur maður þær á þurra pönnu með hentunum og steikir á hæsta þangað til þær byjra að fá gylltan lit . Næst máttu hella kjúklingabitunum og núðlunum í salatskálina og hræra allt saman. Geggjaður réttur sem tekur rétt um 30-40 mínútur að búa til . þessari uppskrift að Frábært kjúklingasalat er bætt við af Ína þann 14.01.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|